Innheimta
Scandia sérhæfir sig á sviði greiðslu- og innheimtuþjónustu á Norðurlöndunum. Félagið þjónustar allt frá einstaklingum og einyrkjum til stórra fyrirtækja. Styrkleiki Scandia liggur meðal annars í því hvernig Scandia nálgast greiðendur án þess að viðskiptavild sé fórnað. Scandi býður viðskiptavinum sínum uppá öflugt innheimtukerfi bæði fyrir stjórnendur jafnt sem starfsmenn. Kerfið sér til þess að vanskil og kostnaður haldist í lágmarki sem sparar viðskipavinum okkar bæði tíma og orku, og eykur arðsemi þeirra.
Scandia þjónustar allt innheimtuferlið
Fruminnheimta
Scandia býður viðskiptavinum sínum heildstæða lausn á sviðið innheimtu, allt frá því að krafa er
stofnuð og þar til hún er greidd. Scandia tekur við reikningum rafrænt og getur stofnað kröfur ef
þess er óskað, auk þess að sjá um innheimtu allt frá upphafi kröfunnar. Kröfuhafar hafa aðgang
að yfirliti um þeirra kröfur í kerfi Scandia og geta fylgjast með framvindu þeirra. Markmið
Scandia er að auðvelda fyrirtækjum að halda utan um kröfur, að tryggja þeim öruggara
sjóðsstreymi og umfram allt að tryggja góð samskipti milli kröfuhafa og greiðenda.
Milliinnheimta
Scandia leggur ríka áherslu á að gera samskipti milli kröfuhafa og greiðenda hnökralaus.
Persónuleg þjónusta Scandia býður kröfuhöfum uppá ýmsar úrræði ef krafa er ekki greidd á
tilsettum tíma, í formi milliinnheimtu. Kröfuhafar geta óskað eftir sendingu innheimtu bréfa auk
símtala til að fylgja eftir kröfum og gagna á eftir greiðslu frá greiðanda. Á þessu stigi er
mikilvægt að viðhalda góðu sambandi milli kröfuhafa og greiðenda, því margþættar ástæður
geta legið á baki þess að greiðandi hefur ekki innt greiðslu af hendi fyrir eindaga. Scandia er því
til taks fyrir bæði kröfuhafa og greiðendur, til að leita lausna fyrir báða aðila.
Löginnheimta
Ef milliinnheimta Scandia ber ekki árangur þá býðst kröfuhöfum fagleg ráðgjöf um næstu skref.
Löginnheimta er í eðli sínu íþyngjandi fyrir greiðendur enda öllum tiltækum úrræðum íslenska
réttarkerfisins beitt. Því leggur Scandia áherslu á faglega ráðgjöf og gott upplýsingaflæði til
kröfuhafa um næstu skref. Þær aðgerðir geta meðal annars verið stefnubirting, greiðsluáskorun
og dómsmeðferð. Ferli lögfræðiinnheimtu endar yðulega með eingreiðslu skuldar eða samningi
um greiðslu skuldar. Í sumum tilfellum nást ekki samningar og þá getur ferlið endað með
fjárnámi, nauðungarsölu og gjaldþroti.
Starfsemi Scandia
Legal á Íslandi.
Scandia Legal ehf.
Kalkofnsvegur 2
101 Reykjavik