Algengar spurningar

Brenna á þér spurningar?
Athugaðu hvort þú finnir ekki svör við þeim hér að neðan.

Þú getur líka haft samband við okkur : 419-5800

Spurningar og svör

Hlutverk Scandia er að innheimta gjaldfallna skuld fyrir kröfuhafa. Eigandi kröfunnar hefur því falið okkur að fá kröfuna greidda og við höfum þar af leiðandi ekki umboð til að lækka hana eða fella niður vexti eða kostnað. Við reynum þó að afgreiða öll mál með fagmennsku í fyrirrúmi og leitum lausna við að gera skuldir upp á farsælan hátt. Ef þú óskar eftir því að skipta kröfunni upp eða gera aðrar breytingar á henni þá hvetjum við þig til að hafa samband.

Við reynum þó að afgreiða öll mál með fagmennsku í fyrirrúmi og leitum lausna við að gera skuldir upp á farsælan hátt. Hverjir möguleikar þínu eru, fer eftir því hvar í innheimtuferlinu þú ert að semja. Við hvetjum þig til að hafa samband og ræða við sérfræðinga okkar til að komast að samkomulagi um fullnustu krafna.

Scandia fylgir reglugerð 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. skipting greiðslu og framkvæmd á greiðslusamkomulagi kostar því 3.348 kr. með vsk. í samræmi við þá reglugerð.

Þá fellur greiðslusamkomulagið niður og dráttarvextir halda áfram að reiknast ofan á kröfuna. Til að koma samkomulaginu aftur í skil er nauðsynlegt að greiða ógreidda gjalddaga samkomulagsins og hafa svo samband við okkur til að endurnýja samkomulagið og koma því í réttan farveg.

Ef ekki eru um að ræða fullnaðargreiðslu þá greiðslan fyrst upp í kostnað, því næst dráttarvexti og síðast til greiðslu höfuðstólsins. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva höfuðstóls kröfunnar sem á þá eftir að greiða.

Kröfuhafi þinn hefur óskað eftir því að Scandia sendi þér greiðsluáskorun. Greiðsluáskorun vegna viðskiptaskulda er alla jafna undanfari stefnu fyrir dómstólum. Ef þú vilt semja um greiðslu kröfunnar eftir að þér hefur borist greiðsluáskorun nauðsynlegt að hafa samband við sérfræðinga okkar til að
kanna möguleika á samkomulagi.

Ef þú stendur við greiðslusamkomulagið þá safnar skuldin ekki frekari kostnaði. En ef greiðslusamkomulagið fellur úr gildi vegna vanskila þá halda dráttarvextir áfram að reiknast frá þeim tíma sem greiðslusamkomulagið var sett upp.

Close Menu